top of page
Search

Vegan súkkulaði muffins

Syndsamlega góðar súkkulaði muffins með litlu súkkulaði pottunum frá Coconut Collaborative.Hráefni

 • 60ml hlynsíróp

 • 1 tsk lyftiduft

 • 2 msk hörfræ plús 50ml af vatni

 • ¼ tsk sjávarsalt

 • 80ml bráðin kókosolía

 • 75g hafrahveiti

 • 40g möndluhveiti

 • 70g kókossykur

 • 4 msk kakó

 • 1½ tsk matarsódi

 • ¼ bolli möndlumjólk

 • 100g laktósafríir súkkulaði dropar

 • 4x súkkulaði pottarnir frá Coconut Collaborative

Aðferð


 1. Forhitið ofninn á 180 gráðum og setjið 9 muffins pappírsformum i muffinsbakka.

2. Blandið saman hörfræjum og vatni í skál og geymið í 5 mínútur.

3. Í annarri skál blandið saman hlynsírópi, kókossykri, lyftidufti, matarsóda og sjávarsalti. Hrærið síðan kókosolíunni og möndlumjólkinni saman við.

4. Bætið við kakó, hafrahveiti, möndluhveiti og hrærið saman þar til deigið allt er vel blandað. Síðan bætiði við höfræblöndunni og hrærið saman þar til deigið verður þétt.

5. Að lokum bætið við súkkulaði dropunum. Takið 1/4 af deginu og setjið jafnt í muffinsformin.  Látið dass af súkkulaði eftirréttinum frá Coconut Collaborative í miðjuna á hverju formi, setjið síðan restina af deiginu ofan á og toppið af með súkkulaði dropum.

6. Bakið muffinsin í ofninum í 25 mínútur og leyfið þeim síðan að kólna í 5 mínútur. Njótið!

90 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page